Kjartan samdi til tveggja ára

Hreppamaðurinn Kjartan Sigurðsson skrifaði fyrir helgi undir tveggja ára samning við knattspyrnulið Selfoss.

Kjartan, sem er 22 ára varnarmaður, gekk til liðs við Selfyssinga frá Hamri fyrir keppnistímabilið 2010 og lék þá átta leiki í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark. Sl. sumar lék hann þrjá leiki í 1. deildinni og skoraði einnig eitt mark.

Í ágúst hóf hann háskólanám í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með skólaliði Coastal Carolina og hefur staðið sig mjög vel þar í vetur.

Kjartan kemur til liðs við Selfyssinga í maí næstkomandi og heldur aftur út til Bandaríkjanna í ágúst.