Kjartan gaf gullin sín

Á herrakvöldi knattspyrnudeildar Umf. Selfoss sem haldið var í Hvítahúsinu sl. föstudag afhenti Kjartan Björnsson minjanefnd deildarinnar safn sitt sem spannar sögu knattspyrnunnar á Selfossi á ferli hans sem leikmaður, stjórnarmaður og dómari fyrir félagið.

Í safninu eru m.a. um 2.500 ljósmyndir úr starfi knattspyrnudeildarinnar frá árinu 1989 til 2008, um 1.500 blaðaúrklippur um starf knattspyrnunnar á síðustu tveimur áratugum, um 200 barmmerki og myndbandsupptökur frá yngri flokka mótum frá árunum 1995-2000 ásamt gömlum dómarabúningum.

Það voru þeir Bárður Guðmundarson, Kristinn Bárðarson og Björn Gíslason sem veittu safninu viðtöku fyrir hönd minjanefndar ásamt Óskari Sigurðssyni formanni knattspyrnudeildar.