Kinu Rochford í Hamar

Kinu Rochford í leik með Þór síðasta vetur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamarsmenn riftu í vikunni samnini við Bandaríkjamanninn Trenton Steen eftir tæplega mánaðar veru í Hveragerði. Arftaki hans er íslenskum körfuknattleiksunnendum vel kunnur.

Til þess að fylla skarðið sem Steen skilur eftir sig hafa náðst samningar við fyrrum leikmann Þórsara í Þórlákshöfn, Kinu Rochford.

Rochford fór mikinn í úrslitakeppni Dominos deildarinnar í fyrravetur þar sem hann skilaði 19,4 stigum og 11,5 fráköstum að meðaltali ásamt 4 stoðsendingum.

Kinu Rochford lendir í Hveragerði um helgina og verður klár í fyrsta leik 1. deildar með Hamri gegn Snæfelli á útivelli þann 4. október.

Fyrri greinÞað blundar í mér húsmóðir
Næsta greinValli Reynis og Gaui Tobba vígðu Bennavöll