KIA Gullhringnum frestað fram í september

Hjólreiðamenn í KIA Gullhringnum í miðbæ Selfoss í fyrrasumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eigendur og stjórnendur hjólreiðakeppninnar KIA Gullhringsins, sem átti að fara fram á Selfossi um næstu helgi, hafa ákveðið í samráði við helstu samstarfsaðila að færa mótið til laugardagsins 10. september.

„Helsta ástæðan er dræm skráning en mörg af stærstu hjólreiðamótum og almennings íþróttamótum landsins hafa staðið frammi fyrir minni skráningum er síðustu ár. Rúmlega helmingur hreyfiglaðra íslendinga er staddur erlendis og hinn jafnvel að sinna hlutum sem ekki hefur verið hægt að gera síðustu tvö sumur,“ segir í tilkynningu frá mótshöldurum.

„Við biðjumst að sjálfsögðu afsökunar á öllum óþægindum sem þetta kann að valda og erum þakklát öllum sem eru tilbúin að vinna með okkur og koma með okkur á nýja dagsetningu,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Fyrri greinHarma að starfsmannamál hafi ratað í fjölmiðla
Næsta greinÍtrekuð skemmdarverk á Selfossvelli