Kiðjaberg og Þorlákshöfn meðal bestu valla landsins

Þorlákshafnarvöllur og Kiðjaberg eru meðal tíu bestu golfvalla á landinu samkvæmt umfjöllun bresku vefsíðunnar Top 100 Golf Courses of the World.

Þorláksvöllur er í 8. sæti á listanum og Kiðjabergsvöllur í 9. sæti. Valið tekur einungis til 18 holu valla.

Þetta er frábær auglýsing fyrir vellina á alþjóðavísu en Top 100 Golf Courses of the World vefsíðan er að fá yfir 30 þúsund heimsóknir á viku og umfjöllunin á eflaust eftir að hafa mikla þýðingu fyrir vellina sem komast á listann.

Það er Frakkinn Cédric Etienne Hannedouche sem gerir úttektina á Íslandi en hann bjó hér á landi í fimm ár.

Umfjöllun Top 100 Golf Courses

http://www.top100golfcourses.co.uk/htmlsite/country.asp?id=40