
KFR tók á móti Stokkseyri í Suðurlandsslag í 5. deild karla í knattspyrnu á Hvolsvelli í kvöld. Eftir hörkuleik höfðu Rangæingar betur, 3-2.
Helgi Valur Smárason kom Stokkseyringum í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 1-0 í leikhléi. Seinni hálfleikur var í járnum en á síðustu tuttugu mínútunum fór að færast fjör í leikinn.
Hafþór Berg Ríkharðsson jafnaði fyrir Stokkseyri á 73. mínútu en Aron Birkir Guðmundsson kom KFR aftur í 2-1 á 81. mínútu, nýkominn inná sem varamaður. Helgi Valur bætti þriðja marki Rangæinga við á 87. mínútu en strax í næstu sókn minnkaði Jónas Karl Gunnlaugsson muninn og staðan orðin 3-2. Skömmu síðar var Mikael Þrastarson rekinn af velli og KFR manni færri í uppbótartímanum. Það kom ekki að sök, toppliðið hélt fengnum hlut og bætti þremur stigum í safnið.
Sunnlensku liðin sitja á sitthvorum enda töfunnar, KFR í toppsætinu með öruggt forskot, 22 stig en Stokkseyringar í botnsætinu með 6 stig.
