KFR vann Suðurlandsslaginn

Unnar Jón Ásgeirsson hefur betur í baráttu gegn þremur Stokkseyringum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stokkseyri tók á móti KFR í Suðurlandsslag í 5. deild karla í knattspyrnu á Stokkseyrarvelli í kvöld. Eftir hörkuleik höfðu Rangæingar betur, 1-3.

KFR komst yfir á 20. mínútu þegar Jóhann Fannar Óskarsson, varnarmaður Stokkseyringa, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Tuttugu mínútum síðar jafnaði svo Hafþór Berg Ríkharðsson metin fyrir Stokkseyri og staðan var 1-1 í hálfleik.

Rangæingar gengu á lagið í seinni hálfleik og skoruðu tvívegis. Rúnar Þorvaldsson kom þeim yfir á 58. mínútu og á þeirri 78. kom Helgi Valur Smárason KFR í 1-3 sem reyndust lokatölur leiksins.

KFR er í toppsæti B-riðilsins með 6 stig en Stokkseyri er í 6. sæti án stiga.

Fyrri greinSigfús fagnaði útgáfu ævisögu sinnar
Næsta greinAgla keppir á Budo Nord Cup