KFR vann mikilvægan sigur

Knattspyrnufélag Rangæinga vann ÍH á útivelli í 3. deild karla í knattspyrnu í dag, 0-2.

Helgi Ármannsson kom KFR í 0-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks og Hjörvar Sigurðsson bætti öðru marki við á 70. mínútu.

KFR hefur nú 22 stig í 5. sæti deildarinnar og er nánast búið að bjarga sér frá falli þegar tvær umferðir eru eftir.

Fyrri greinHeimir og Halldór sigruðu í jeppaflokki
Næsta greinBílvelta við Efsta-Dal