KFR úr leik í bikarnum

KFR sótti KB heim í 2. umferð VISA-bikarsins í kvöld þar sem heimamenn sigruðu 2-1.

Gunnar B. Ragnarsson kom KFR yfir í leiknum strax á 5. mínútu en heimamenn svöruðu fyrir sig strax þremur mínútum síðar. Sigurmarkið kom síðan á 18. mínútu og þar við sat þrátt fyrir ágætar tilraunir beggja liða.

KB var sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Rangæingar fengu reyndar gott færi á að jafna undir lokin en markvörður KB átti þá ævintýralega markvörslu.