KFR upp í 2. sætið

Hjörvar Sigurðsson og Adam Örn Sveinbjörnsson skoruðu báðir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga lyfti sér upp í 2. sæti B-riðils 5. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með öruggum heimasigri á Smára.

Það var sól og blíða á Hvolsvelli og heimamenn léku á als oddi. Unnar Jón Ásgeirsson kom þeim yfir í fyrri hálfleik og staðan var 1-0 í leikhléi.

Í seinni hálfleiknum bættu Guðmundur Brynjar Guðnason og Gísli Ísar Úlfarsson við mörkum og tryggðu KFR 3-0 sigur.

Staðan í B-riðlinum er þannig að KFR er í 2. sætinu með 12 stig og á leik til góða á topplið Kríu sem er með 15 stig. Smári situr í 5. sætinu með 9 stig.

Fyrri greinGullspretturinn á þjóðhátíðardaginn
Næsta greinSpænskur framherji í Hamar