KFR tryggði sér sigur í blálokin

Knattspyrnufélag Rangæinga hóf leik í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti Sindra frá Hornafirði á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Rangæingar voru sprækir í upphafi leiks og Bjarki Axelsson kom þeim yfir á 17. mínútu, en það var eina mark fyrri hálfleiks.

Sindri jafnaði með marki úr vítaspyrnu strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks en Hjörvar Sigurðsson kom KFR aftur yfir á 57. mínútu.

Lokamínúturnar voru dramatískar. Sindri jafnaði metin á 89. mínútu en Milan Djurovic náði að koma KFR yfir aftur mínútu síðar og reyndist það sigurmark leiksins. Lokatölur 3-2.

Þetta var annar leikur KFR í B-deild Lengjubikarsins en liðið tapaði 3-1 gegn ÍR í 1. umferðinni.

Fyrri greinÞingborgarhópurinn heldur lopapeysukeppni
Næsta greinÓsammála dýralækni um útigangshross