KFR tapaði naumlega

Leikmenn KFR kortleggja leikinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga er úr leik í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap gegn Vestra frá Ísafirði í dag.

Liðin mættust á miðri leið en leikurinn fór fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Rangæingar börðust hetjulega í leiknum gegn 1. deildarliðinu og náðu að halda hreinu allt fram á 77. mínútu að Ísfirðingar skoruðu eina mark leiksins.

Stokkseyringar eru því Suðurlandsins eina von í Mjólkurbikar karla þetta árið en þeir mæta Haukum á Selfossvelli á morgun. 

Fyrri greinGleði að fá að hlaupa út í sumarið
Næsta greinÞórður í Skógum sæmdur fyrsta gullmerki Oddafélagsins