KFR tapaði heima

Hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá KFR í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR náði ekki að standa í toppliði Ýmis í D-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur á Hvolsvelli urðu 1-4.

Ýmismenn skoruðu tvívegis um miðjan fyrri hálfleikinn en Bjarni Þorvaldsson minnkaði muninn á 33. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Gestirnir reyndust sterkari í seinni hálfleiknum og komust í 1-4 þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Þrátt fyrir ágæt tilþrif beggja liða urðu mörkin ekki fleiri og KFR situr áfram í 4. sæti riðilsins með 10 stig en Ýmir er á toppnum með 19 stig.

Fyrri greinRausnarleg gjöf til Listasafns Árnesinga
Næsta greinBrekkan brött gegn meisturunum