KFR tapaði á útivelli

Hjörvar Sigurðsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tapaði 3-0 á útivelli þegar liðið mætti Álafossi í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í kvöld.

Álafoss skoraði tvö mörk snemma leiks og bætti svo við því þriðja á lokamínútu fyrri hálfleiks og þar við sat.

Eftir tvær umferðir er KFR á botni riðilsins án stiga og mætir næst Árborg í hádegisleiknum laugardaginn 30. mars.

Fyrri greinAukin fræðsla til erlends starfsfólks í ferðaþjónustu um íslenskt mál
Næsta grein„Ástandið vægast sagt alvarlegt“