KFR tapaði í Njarðvík

KFR tapaði 3-0 þegar liðið sótti Njarðvík heim í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Fyrri hálfleikur var markalaus og Rangæingar síst lakari aðilinn. Njarðvíkingar juku sóknarþunga sinn í seinni hálfleik og fyrsta markið lá í loftinu. Það kom þó ekki fyrr en á 68. mínútu. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 og þriðja mark Njarðvíkur kom svo beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.

KFR er sem fyrr á botni deildarinnar með fimm stig.

Fyrri greinHelgi S. Haraldss: Að loknu Unglingalandsmóti á Selfossi
Næsta greinHólmsá ófær vegna vatnavaxta