KFR tapaði heima

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði 1-3 þegar Augnablik kom í heimsókn á Hvolsvöll í kvöld.

Rangæingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 1-0 á 14. mínútu með marki Guðmundar Gunnars Guðmundssonar. Gestirnir jöfnuðu á 28. mínútu og tryggðu sér svo 1-2 forskot fyrir hálfleik með marki á 42. mínútu.

Augnablik bætti svo þriðja markinu við þegar um fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og þar við sat, þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða.

KFR er í 4. sæti B-riðils með 13 stig en Augnablik er í 2. sætinu með 22 stig.

Fyrri greinVilltist í Þjórsárdal
Næsta greinMæðgin og feðgin meistarar í þremur klúbbum