KFR tapaði fyrir toppliðinu

Knattspyrnufélag Rangæinga fékk topplið Magna frá Grenivík í heimsókn á SS-völlinn á Hvolsvelli í 3. deild karla í dag.

Gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en Jón Heiðar Magnússon skoraði á 35. mínútu og staðan var 0-1 í leikhléi.

Baráttan hélt áfram í síðari hálfleik, sem var markalaus allt þar til tíu mínútur voru eftir. Jón Heiðar skoraði þá aftur fyrir Magna og tryggði þeim 0-2 sigur.

KFR er í 7. sæti 3. deildarinnar með 10 stig að loknum 10 leikjum.

Fyrri greinHúsbíll fauk útaf í Selvogi
Næsta greinÖldauður drykkjufélagi talinn látinn