KFR steinlá í grasinu

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði stórt í Lengjubikar karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti HK í fyrsta grasleik sumarsins á Helluvelli í kvöld.

HK-ingar voru mun sterkari og lokatölur leiksins voru 0-5 eftir að gestirnir höfðu leitt 0-2 í hálfleik.

Síðasti leikur Rangæinga í Lengjubikarnum er á sunnudaginn þegar topplið Njarðvíkur kemur í heimsókn.