KFR steinlá í fyrsta leik

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði 4-0 þegar liðið heimsótti KV í 1. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu í dag.

Liðin eru bæði nýliðar í deildinni en KV var sterkari aðilinn í dag. Staðan var 1-0 í hálfleik en heimamenn komust yfir á 34. mínútu leiksins.

Strax á annarri mínútu seinni hálfleiks fengu Vesturbæingar vítaspyrnu og komust þá í 2-0. Eftir það var leikurinn í járnum en heimamenn bættu við tveimur mörkum á síðustu sex mínútum leiksins og lokatölur urðu 4-0.