KFR spilar í 5. deild að ári

KFR fær sæti í 5. deild 2023. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga mun spila í nýrri 5. deild karla í knattspyrnu á næsta keppnistímabili.

KFR endaði í 4. sæti D-riðils 4. deildarinnar í sumar og til stóð að liðið myndi spila umspilsleiki við Boltafélag Norðfjarðar um sæti í 5. deildinni að ári.

Boltafélag Norðfjarðar ætlar hins vegar ekki að tefla fram liði á næsta ári, þannig að KFR fær úthlutað sæti í 5. deildinni.

Riðlakeppni 4. deildar karla er lokið. Uppsveitir og Árborg komust í úrslitakeppnina og munu leika í nýrri 10 liða 4. deild á næsta ári, nema liðin vinni sér sæti í 3. deildinni. Hamar og KFR leika í nýrri 16 liða 5. deild sem leikin verður í tveimur riðlum og Stokkseyringar fá sæti í nýrri Utandeild KSÍ.

Fyrri greinSelfyssingum tókst ekki að skora
Næsta greinHellisheiðin lokuð til austurs