KFR skoraði þrettán mörk – Uppsveitir töpuðu

Aron Arnalds skoraði fyrir KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga heimsótti Snæfell í Stykkishólm í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í dag og vann stórsigur.

Staðan var orðin 0-8 í leikhléi og Rangæingar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og bættu við fimm mörkum til viðbótar. Aron Daníel Arnalds gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk í leiknum. Kacper Bielawski, Ævar Már Viktorsson og Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoruðu allir tvö mörk og Helgi Valur Smárason eitt. Lokatölur 0-13.

ÍBU tók á móti Létti á Flúðavelli og tapaði 1-2. Kristján Valur Sigurjónsson kom Uppsveitamönnum í 1-0 á 29. mínútu en Léttismenn jöfnuðu og komust yfir með tveimur mörkum á þremur mínútum strax í kjölfarið. Staðan var 1-2 í leikhléi og hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í seinni hálfleik.

KFR er í toppsæti B-riðils með 17 stig en Uppsveitir eru í 7. sæti A-riðils með 6 stig.

Fyrri greinBjörguðu ferðamönnum úr á á leið í Þórsmörk
Næsta grein„Sama hvernig maður nær að vinna“