KFR sigraði – jafntefli hjá Árborg

KFR sigraði Álftanes í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag og Árborg gerði jafntefli við Kormák/Hvöt.

KFR mætti Álftanesi á Samsungvellinum í Garðabæ. Þar komst Álftanes yfir á 23. mínútu með marki úr vítaspyrnu en rúmum tíu mínútum síðar jafnaði Hjalti Kristinsson fyrir KFR. Jóhann Guðmundsson skoraði svo sigurmark KFR á lokamínútu fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikurinn var markalaus og KFR landaði þar með fyrsta sigri sínum í Lengjubikarnum í vor.

Leikur Árborgar og Kormáks/Hvatar á Selfossvelli var tíðindalítill framan af. Árborgarar höfðu góð tök á leiknum án þess að ná að skora en á 71. mínútu komust gestirnir óvænt innfyrir vörn Árborgar og skoruðu. Magnús Helgi Sigurðsson jafnaði metin aðeins mínútu síðar fyrir Árborg og lokatölur leiksins urðu 1-1. Árborg hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum í Lengjubikarnum.

Fyrri greinJón Daði spilaði í tuttugu mínútur
Næsta greinHamar steinlá í Hólminum