KFR sektað um 60 þúsund krónur

Úrslitunum í leik KFR og Reynis S í Lengjubikar karla á dögunum hefur verið breytt og KFR sektað fyrir að nota ólöglegan leikmann.

Dagur Þórðarson kom inná hjá KFR og lék síðustu 35 mínútur leiksins en Dagur er skráður í ÍBV.

Reynir sigraði 1-0 en úrslitum leiksins hefur nú verið breytt í 3-0 og KFR sektað um 60 þúsund krónur.