KFR og Stokkseyri töpuðu

KFR og Stokkseyri biðu lægri hlut í leikjum sínum í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í kvöld.

KFR sótti nágranna sína í KFS heim og tapaði 2-1. Guðmundur Gunnar Guðmundsson kom Rangæingum yfir í fyrri hálfleik en Eyjamenn skoruðu tvívegis í síðari hálfleik.

Stokkseyri fékk Augnablik í heimsókn og steinlá, 0-5. Augnablikar komust í 0-3 í fyrri hálfleik og bættu svo við tveimur mörkum undir lok leiks.

KFR er í 4. sæti B-riðilsins með 22 stig en Stokkseyri er í 8. sæti með 10 stig.

Fyrri grein„Förum glöð inn í helgina“
Næsta greinMeð þyrlu á sjúkrahús eftir bílveltu á Sprengisandi