KFR og BúAðföng gáfu stuttbuxur og vatnsbrúsa

Nú er skólastarf hafið á nýju skólaári og fullt af ungum íþróttaiðkendum að hefja sitt fyrsta skólaár.

Það er vissulega stórt skref að byrja í skóla og því langaði Knattspyrnufélagi Rangæinga (KFR) og BúAðföngum að gefa börnunum stuttbuxur og vatnsbrúsa í tilefni af þessum merku tímamótum.

Þau voru glöð í bragði krakkarnir sem tóku við gjöfunum í vikunni, hæst ánægð með lífið. Nú ættu allir að geta spriklað í leikfimi og öðrum íþróttum og fengið sér vatnssopa á eftir.

Fyrri greinÓlafur Tryggvi bestur hjá Árborg
Næsta greinArndís stefnir á fyrsta sætið