KFR missti niður tveggja marka forskot

Jou Calzada skoraði bæði mörk KFR í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnufélag Rangæinga var nálægt því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 4. karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið fékk Skautafélag Reykjavíkur í heimsókn á Hvolsvöll.

Rangæingar þurfa einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sig inn í úrslitakeppnina og þeir komust í 2-0 snemma í fyrri hálfleik í kvöld. Jou Calzada skoraði bæði mörk liðsins.

SR minnkaði muninn á 41. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik. Bæði lið áttu ágætar sóknir í síðari hálfleik og SR náði að jafna metin á 76. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur urðu 2-2.

KFR er í 2. sæti B-riðils með 24 stig og á einn leik eftir í riðlakeppninni, gegn nágrönnum sínum á Stokkseyri næstkomandi laugardag. Með sigri á Stokkseyri tryggja Rangæingar sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar en Skautafélagið er í 3. sæti riðilsins með 17 stig og á eftir að spila þrjá leiki.

Fyrri greinVélhjólamaður slasaðist við Heklu
Næsta greinFjórir teknir fyrir fíkniefnaakstur