KFR með fullt hús

Knattspyrnufélag Rangæinga hefur fullt hús stiga eftir tvo leiki í B-riðli 3. deildar karla í knattspyrnu. KFR vann Hvíta riddarann 1-5 á útivelli í kvöld.

Rangæingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik þar sem þeir skoruðu fjögur mörk gegn engu. Andrezej Jakimczvk kom KFR í 0-2 áður en Reynir Björgvinsson skoraði þriðja markið. Jakimczvk kórónaði svo þrennuna áður en hálfleiksflautið gall.

Seinni hálfleikur var lítið fyrir augað en Rangæingar voru skynsamir og héldu auðveldlega fengnum hlut. Marinó Lilliendahl skoraði eina mark KFR í seinni hálfleik.