KFR laut í gras – Fjórða jafntefli Árborgar

KFR tapaði 3-1 þegar liðið mætti Sindra í Reykjaneshöllinni í gær í Lengjubikarnum. Árborg gerði 0-0 jafntefli við Vængi Júpíters.

Hjörvar Sigurðsson kom KFR yfir á 24. mínútu gegn Sindra en Hornfirðingar jöfnuðu metin aðeins þremur mínútum síðar og staðan var 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik bættu Sindramenn tveimur mörkum við án þess að Rangæingar næðu að svara fyrir sig.

KFR er á botn riðils-2 í B-deildinni með þrjú stig.

Árborg heimsótti Vængi Júpíters á gervigrasvöllinn við Egilshöllina. Þar léku liðin í rúmar 90 mínútur í roki og kulda án þess að boltinn færi yfir marklínuna.

Þetta var fjórða jafntefli Árborgar í jafnmörgum leikjum í Lengjubikarnum. Liðið er í 4. sæti riðils-3 í C-deildinni með fjögur stig.

Fyrri greinNafn mannsins sem lést
Næsta greinMáttu færa varnargarð