KFR í úrslitakeppnina

Knattspyrnufélag Rangæinga er öruggt með sæti í úrslitakeppni 3. deildar karla í knattspyrnu.

Knattspyrnufélag Vesturbæjar sigraði Knattspyrnufélag Hlíðarenda 6-1 í kvöld en Vesturbæingar þurftu að sigra með níu marka mun til þess að komast upp fyrir KFR.

Á morgun mætast Léttir og KFS og úrslitin í þeim leik ráða því hvort Rangæingar verða í 1. eða 2. sæti B-riðilsins. KFR mætir annað hvort Augnabliki eða KB í úrslitakeppninni.