KFR í úrslitakeppnina

Hjörvar og Unnar skoruðu báðir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tryggði sér í dag sigurinn í B-riðli 5. deildar karla í knattspyrnu og sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

Rangæingar fengu SR í heimsókn á Hvolsvöll og gestirnir voru fyrri til að skora, strax á 2. mínútu. Helgi Valur Smárason jafnaði fyrir KFR á 11. mínútu og staðan orðin 1-1. Á 33. mínútu fékk leikmaður SR að líta rauða spjaldið og manni fleiri tókst KFR auðveldlega að loka leiknum.

Unnar Jón Ásgeirsson kom KFR yfir á 35. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Hákon Kári Einarsson og Hjörvar Sigurðsson bættu við mörkum í seinni hálfleik en gestirnir skoruðu sárabótarmark fimm mínútum fyrir leikslok, lokatölur 4-2.

Fyrri greinSelfoss í fallsæti
Næsta greinMÍ í frjálsum – Bein útsending