KFR í botnsætinu

Hjalti Kristinsson skoraði mark KFR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tapaði síðasta leik sínum í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu þetta vorið þegar liðið mætti Hvíta riddaranum á Selfossvelli í dag.

Hvíti riddarinn komst yfir á 10. mínútu en Hjalti Kristinsson jafnaði metin fyrir KFR á 21. mínútu. 

Staðan var 1-1 í leikhléi en Hvíti riddarinn skoraði sigurmarkið strax á 5. mínútu síðari hálfleiks og með sigrinum tryggðu Mosfellingarnir sér efsta sætið í riðlinum.

KFR varð í neðsta sæti riðils-4 í C-deildinni án stiga.

Fyrri greinHamarsmenn flugu í undanúrslitin
Næsta greinFjölnir sterkari í fyrsta leiknum