KFR byrjar á sigri

Rangæingar tilnefndu Helga Val Smárason „pulsu leiksins“ og var hann vel að því kominn. Ljósmynd/KFR

KFR hóf leik í 5. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag þegar Spyrnir kom í heimsókn á Hvolsvöll. Eftir hörkubaráttu hafði KFR 2-1 sigur.

Helgi Valur Smárason opnaði leikinn á glæsilegu aukaspyrnumarki strax á 2. mínútu en sjö mínútum síðar jöfnuðu Austanmenn metin.

Á 37. mínútu kom Ævar Már Viktorsson Rangæingum aftur í bílstjórasætið með góðu marki og reyndist það sigurmark leiksins.

Seinni hálfleikurinn var markalaus og gestirnir af Fljótsdalshéraði fóru stigalausir heim en þeir afrekuðu þó að fá tíu gul spjöld í leiknum.

Fyrri greinEldur í sinu við Mástunguveg
Næsta greinSunnlenskir kórar til Ítalíu