KFR byrjar á sigri – Ægir tapaði 

Rangæingar fagna marki Przemyslaw Bielawski. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR vann KB í C-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag en Ægir tapaði fyrir Augnabliki í B-deildinni.

KFR og KB mættust á Selfossi og þar kom Przemyslaw Bielawski KFR yfir með góðu skoti úr teignum á 36. mínútu. Kristinn Ásgeir Þorbergsson bætti svo öðru marki við fyrir Rangæinga í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 2-0.

Ægir og Augnablik mættust í Fífunni og Augnablik komst yfir strax á 7. mínútu. Þeir bættu svo öðru marki við á 27. mínútu og fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-0.

KFR er í efta sæti riðils-4 í C-deildinni með 3 stig en Ægir hefur ekki náð í stig í fyrstu þremur leikjum sínum og er á botninum í riðli-1 í B-deildinni.

Fyrri greinBarbára skoraði aftur
Næsta greinHöfðingleg gjöf til HSU í Vík