KFR bjargaði stigi í lokin

Knattspyrnufélag Rangæinga náði að knýja fram jafntefli eftir að hafa lent 0-2 undir gegn Víði í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Gestirnir byrjuðu betur og voru komnir í 0-2 eftir 25 mínútna leik. Styrmir Erlendsson minnkaði hins vegar muninn á 44. mínútu og staðan var 1-2 í hálfleik.

Baráttan var mikil í síðari hálfleik en Reynir Óskarsson skoraði eina mark hálfleiksins þegar hann jafnaði í 2-2 en þá voru sex mínútur eftir á klukkunni.

KFR er nú í 5. sæti deildarinnar með 13 stig, en Víðir er í 4. sæti með 16 stig.

Fyrri greinFrábær árangur hjá Fannari
Næsta greinRangárþing ytra og Hekla semja