KFR áfram í 5. deildinni

Helgi Valur Smárason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

KFR tókst ekki ætlunarverk sitt að komast upp í 4. deild karla í knattspyrnu en í dag tapaði liðið seinni leiknum í einvíginu gegn RB.

RB vann fyrri leikinn 2-0 og ljóst að Rangæingar þyrftu að leggja allt undir á Hvolsvelli í dag.

Það gekk ekki eftir, RB komst í 2-0 í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 71. mínútu að Helgi Valur Smárason klóraði í bakkann fyrir KFR með marki úr vítaspyrnu.

Lokatölur urðu 1-2 og RB vann einvígið því 4-1 og fer upp um deild ásamt annað hvort Kríu eða Úlfunum.

Fyrri greinSelfoss í fallsæti fyrir lokaumferðina
Næsta greinEngin svör í seinni hálfleik