KFR á toppnum

KFR komst á toppinn á B-riðli 3. deildar karla með sannfærandi 4-0 sigri á Hvíta riddaranum í kvöld á Hvolsvelli.

Rangæingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik. Boltinn rúllaði vel og í fremstu víglínu var Tómas Steindórsson hættulegur en hann kom KFR í 2-0 með góðum mörkum og þannig stóðu leikar í hálfleik.

KFR hélt áfram að sækja í byrjun seinni hálfleiks og náðu snemma að skora þriðja markið sem gerði endanlega út um leikinn. Þar var á ferðinni Andrezej Jakimczvk en hann kom KFR í 3-0 á 55. mínútu. Eftir það voru Rangæingar þolinmóðir og héldu sínu þangað til Helgi Ármannsson bætti við fjórða markinu undir lok leiks eftir klafs í teignum.

KFR er á toppi riðilsins með 16 stig en stutt er í næstu lið fyrir neðan, KV með 15 stig og Létti með 14. Ýmismenn hafa 13 stig í 4. sæti og eiga leik til góða.

Fyrri greinGjóska veldur gróðurskemmdum og jarðrofi
Næsta grein„Misstum hausinn í seinni hálfleik“