KFK sló út KFR og Árborg

Helgi Valur Smárason. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Það verða KFK og Samherjar sem mætast í úrslitaleik C-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu.

KFK sigraði Árborg 1-0 í undanúrslitum í Kópavoginum í gær í hörkuleik. Nokkrum dögum fyrr hafði KFK lagt KFR í umspili fyrir undanúrslitin, 4-1 á Selfossvelli. KFK komst í 4-0 í leiknum en Helgi Valur Smárason skoraði sárabótarmark fyrir KFR skömmu fyrir leikslok.

KFK mætir sem fyrr segir Samherjum í úrslitaleiknum en Samherjar unnu Hafnir 8-1 í undanúrslitum í gær.

Fyrri greinSelfyssingar með bakið upp við vegg
Næsta greinTveir umsækjendur á Laugarvatni