Keppt í poomsae, sparring og þrautabraut

HSK mótið í taekwondo var haldið í Íþróttahúsinu Iðu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Mótið tókst vel og ekki hafði veðrið áhrif á þátttökuna að þessu sinni, en fresta varð mótinu fyrir jól, vegna veðurs.

Átján kepptu í poomsae, 24 í sparring og 27 í þrautabraut. Fimm félög sendu keppendur í sparring og stigakeppin endaði sem hér segir:

Selfoss 86 stig
Dímon 15 stig
Hekla 6 stig
Hamar 4 stig
Þór 3 stig

Samtals stig poomse
Selfoss 57 stig
Dímon 12 stig
Hekla 7 stig

Heildarúrslit og fleiri myndir eru á www.hsk.is.

Fyrri greinBanaslys í Silfru
Næsta grein45 prósent hækkun sorphirðugjalds