Keppendur HSK unnu tíu af ellefu titlum

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri í glímu fór fram í íþróttahúsinu að Laugalandi í Holtum um síðustu helgi. Ágæt þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni.

Keppendur frá HSK sigruðu í tíu af ellefu flokkum sem keppt var í og náðu auk þess í átta silfurverðlaun og fjögur brons. HSK liðið vann stigakeppni þátttökuliða með fáheyrðum yfirburðum.

Verðlaunahafar HSK:

Stúlkur 10 ára
1. Aldís Freyja Kristjánsdóttir
2. María Sif Indriðadóttir

Stúlkur 11 ára
1. Guðný Von Jóhannesdóttir
2. Guðný Salvör Hannesdóttir

Stúlkur 12 ára
1. Birgitta Saga Jónasdóttir
3. Svala Valborg Fannarsdóttir

Stúlkur 13 ára
1. Rósa Kristín Jóhannesdóttir
2. Dórothea Oddsdóttir

Stúlkur 14 ára
1.-2. Jana Lind Ellertsdóttir
3. Sigríður Magnea Kjartansdóttir

Strákar 10 ára
1. Sindri Sigurjónsson
2. Sæþór Atlason
3. Sindri Snær Brynjólfsson

Strákar 11 ára minni
1. Sigurður Sævar Ásberg Sigurjónsson
2. Þorsteinn Guðnason

Strákar 11 ára stærri
1. Ólafur Magni Jónsson
2. Unnsteinn Reynisson

Strákar 12 ára
1.-2. Kristján Bjarni Indriðason

Strákar 13 ára
2. Sindri Ingvarsson
3. Sölvi Freyr Jónasson

Strákar 14 ára
1. Gústaf Sæland
2. Ágúst Áron Guðjónsson

Stigakeppni félaga:
1. HSK 124 stig
2. UÍA 23,5 stig
3. UMFN 22,5 stig

Fyrri greinBasar til styrktar göngudeild á HSu
Næsta greinSauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi