Keppendur hjóluðu aftur í tímann

Ljósmynd/Lýður Geir Guðmundsson

Keppnishaldarar KIA Gullhringsins brugðu á leik á meðan á keppninni stóð með góðum Eyrbekkingum, Byggðasafni Árnesinga, Leikfélagi Selfoss, Kvenfélagi Eyrarbakka og ljósmyndaranum Lýði Guðmundssyni.

„Í krafti sögutengingar Eyrarbakka langaði okkur að setja upp „aldamóta-hlið“ þar sem þátttakendur í 43 km flokkunum myndu fá tækifæri til að hjóla aftur í tímann,“ segir Einar Bárðarson, keppnishaldari, en tiltækið mæltist vel fyrir hjá hjólreiðafólkinu.

Á myndinni má meðal annars sjá Magnús Karel Hannesson fyrrum oddvita á Eyrabakka sem „opnaði“ Laugabúð í tilefni kvöldsins ásamt leikurum úr Leikfélagi Selfoss. Saman fögnuðu þau þátttakendum í KIA Gull sem hjóluðu í gegnum Eyrarbakka.

Síðar í dag verður hægt að skoða fleiri myndir af þátttakendum sem hjóluðu aftur í tímann á Facebooksíðu KIA Gullhringsins.

Fyrri greinÁrborg varðist Ísbirninum – Stokkseyri náði í stig
Næsta greinLeifur og félagar mæta í Skálann