Keflvíkingar sprækari í kvöld

Kvennalið Hamars féll úr leik í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld eftir 65-75 tap gegn Keflavík á heimavelli.

Keflvíkingar voru mun ákveðnari allan leikinn og leiddu í hálfleik 28-39. Munurinn jókst í síðari hálfleik og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir hafði Keflavík 20 stiga forskot, 53-73. Hamar náði þá 12-2 kafla en sá sprettur kom allt of seint.

Jaleesa Butler var drjúg fyrir Hamar, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Slavica Dimovska skoraði 17 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir 13.