Kvennalið Selfoss tapaði 0-3 í dag þegar Keflavík kom í heimsókn í kuldann á Selfossvelli í deildarbikarnum í knattspyrnu.
Keflvíkingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, staðan var orðin 0-2 eftir tíu mínútur og þriðja mark Keflvíkinga kom á lokamínútu fyrri hálfleiks.
Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í seinni hálfleik en Selfoss hefur ekki enn komið boltanum í netið í vor og er í neðsta sæti riðilsins eftir þrjá leiki með markatöluna 0-11.