Kaupin gerast ekki stærri á Eyrinni

Þjálfarateymið Kristján Freyr og Sveinn Fannar ásamt Tokic og Martin Bjarna á Stokkseyrarvelli. Ljósmynd/Stokkseyri

Stokkseyringar eru stórhuga fyrir komandi keppnistímabil í 5. deild karla í knattspyrnu en liðið hefur samið við framherjann Hrvoje Tokic um að leika með liðinu í sumar.

Hvalreki á Stokkseyri
Tokic þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuunnendum en hann hefur spilað á Íslandi frá árinu 2015 og skorað 136 mörk í 174 leikjum hér á landi. Tokic kemur til Stokkseyrar frá Árborg en hann hefur einnig spilað með Breiðabliki, Víkingi Ó, Selfossi og Ægi.

Stokkseyringar hafa einnig samið við Martin Bjarna Guðmundsson, margfaldan Íslandsmeistara í fimleikum, en Martin er virkilega hæfileikaríkur knattspyrnumaður sem mun koma inn með kraft og gæði inn í lið Stokkseyrar.

Koma þessara tveggja leikmanna er sannkallaður hvalreki fyrir Stokkseyringa, sem hefja leik á Íslandsmótinu gegn RB á útivelli þann 19. maí.

Fyrri greinÆfing við Lækjarmót – Engin hætta á ferðum
Næsta greinÖruggt hjá Árborg en Hamar í basli