Kaupa stökkgryfju og trampólín í Hamarshöllina

Hamarshöllin í Hveragerði.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á dögunum að styrkja fimleikadeild Hamars um 3 milljónir króna til kaupa á færanlegri stökkgryfju, trampólíni og trampólín braut.

Í erindi fimleikadeildarinnar kom fram að þessi tæki væru afar mikilvæg eigi starf fimleikadeildar að geta verið samkeppnishæft við önnur fimleikafélög.

Gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði staðsettur í Hamarshöllinni en þar er fimleikadeildin með æfingar sínar.

Vonast er til að nýju tækin verði afhent í sumar svo þau megi nýtast iðkendum strax við upphaf nýs tímabils næsta haust.

Fyrri greinFjölbrautaskólanemar heimsóttu verkstað við Álalæk
Næsta greinUmferð um Dyrhólaey takmörkuð