Katrín Ýr verður áfram á Selfossi

Sóknarmaðurinn Katrín Ýr Friðgeirsdóttir skrifaði í síðustu viku undir nýjan samning við knattspyrnudeild Umf. Selfoss.

Katrín var einn af máttarstólpum Selfossliðsins sitt fyrsta ár í Pepsí deildinni í sumar og skoraði m.a. tvö mikilvæg mörk í fimmtán leikjum.

Katrín var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna á lokahófi félagsins ásamt Guðmundu Brynju Óladóttir sem einnig skrifaði undir samning við félagið á dögunum.