Katrín skoraði tvisvar í sigri á KR

Katrín Ágústsdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann sinn fyrsta leik í deildarbikarnum í knattspyrnu á þessu vori þegar KR kom í heimsókn á Selfossvöll í dag.

Fyrri hálfleikur var markalaus en strax á 4. mínútu síðari hálfleiks kom hin 16 ára gamla Katrín Ágústsdóttir Selfyssingum yfir með glæsilegu skoti utan teigs. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir tvöfaldaði svo forystu Selfoss með skoti úr teignum eftir hornspyrnu á 67. mínútu.

KR klóraði í bakkann þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma en strax í næstu sókn Selfoss var brotið á Katrínu innan vítateigs. Hún fór sjálf á punktinn og skoraði af öryggi.

Selfoss er í 4. sæti riðils 1 í A-deild deildarbikarsins með 3 stig en KR er enn án stiga.

Fyrri greinSlæm byrjun varð Selfossi að falli
Næsta greinRagnar steig upp þegar mest á reyndi