Katrín Ósk og Elvar Örn best hjá Selfyssingum

Markvörðurinn Katrín Ósk Magnúsdóttir og leikstjórnandinn Elvar Örn Jónsson voru útnefnd leikmenn ársins hjá handknattleiksdeild Selfoss en lokahóf og uppskeruhátíð deildarinnar fór fram um helgina á Hótel Selfoss.

Efnilegustu leikmennirnir voru Ída Bjarklind Magnúsdóttir og Teitur Örn Einarsson.

Perla Ruth Albertsdóttir og Sverrir Pálsson voru valin varnarmenn ársins og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Einar Sverrisson sóknarmenn ársins.

Markahæstu leikmenn Selfossliðanna í vetur voru Hrafnhildur Hanna og Elvar Örn og baráttubikararnir komu í hlut Kristrúnar Steinþórsdóttur og Arnar Þrastarsonar.

Þá var Þröstur Ingvarsson útnefndur félagi ársins 2017 en þau verðlaun hlýtur einstaklingur sem hefur unnið mikið starf og óeigingjarnt fyrir félagið.


Verðlaunahafar á lokahófi handknattleiksdeildarinnar. Ljósmynd/Jóhannes Ásgeir Eiríksson

Fyrri greinFyrsti sigur Fannars Inga á Eimskips-mótaröðinni
Næsta greinGrýlupottahlaup 5/2017 – Úrslit