Katrín kláraði leikinn fyrir Selfoss

Katrín Ágústsdóttir sækir að marki Aftureldingar í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennalið Selfoss vann mikilvægan sigur á Aftureldingu á heimavelli í 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Selfyssingar voru sterkari aðilinn í leiknum og komust oft í góðar stöður framarlega á vellinum en ákvarðanatakan á síðasta þriðjungnum var ekki góð. Það munaði miklu fyrir Selfoss að reynsluboltarnir Hólmfríður Magnúsdóttir og Sif Atladóttir voru í byrjunarliðinu.

Þrátt fyrir að Selfoss væri meira með boltann þá var það Afturelding sem fékk fyrstu alvöru færin á 31. mínútu þegar leikmaður þeirra slapp innfyrir en Eva Ýr Helgadóttir varði frábærlega í marki Selfoss. Frákastið fór á leikmann Aftureldingar sem skaut að marki en Sif Atladóttir bjargaði á línu.

Það var svo á 52. mínútu að Selfyssingum tókst loks að nýta sóknir sínar. Katrín Ágústsdóttir skoraði þá verðskuldað mark af stuttu færi eftir sendingu frá Auði Helgu Halldórsdóttur. Selfyssingar héldu áfram að sækja og fengu nokkur mjög góð færi en markvörður gestanna var maður leiksins og mörkin urðu ekki fleiri.

Staðan í deildinni er þannig að Selfoss er í 8. sæti með 8 stig, þremur stigum á eftir toppliði HK. Afturelding er í 3. sæti með 10 stig.

Fyrri greinSkíthrædd við allan fiðurfénað
Næsta greinSelfoss með betri uppskeru úr kartöflugarðinum