Katrín, Guðmunda og Jón Daði best

Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir og Jón Daði Böðvarsson voru valin bestu leikmenn kvenna- og karlaliða Selfoss á nýliðnu keppnistímabili.

Lokahóf knattspyrnudeildar Umf. Selfoss stendur yfir þessa stundina í Hvítahúsinu.

Katrín og Jón Daði voru mætt til að taka við verðlaunum sínum en Guðmunda er stödd í Noregi þessa dagana þar sem hún er til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Arna-Bjørnar í Bergen en liðið er í 3. sæti norsku Toppserien-deildarinnar.

Guðmunda var markahæst í kvennaliðinu og Viðar Örn Kjartansson var markakóngur karlaliðsins og Eva Lind Elíasdóttir var valin efnilegust hjá konunum og Robert Sandnes efnilegastur hjá körlunum.

Katrín Rúnarsdóttir fékk framfarabikarinn hjá konunum en markmaðurinn Gunnar Már Hallgrímsson hampaði honum hjá körlunum.