Katla og Einar best hjá Selfyssingum

Katla María Magnúsdóttir og Einar Sverrisson með verðlaun sín. Ljósmynd/Aðsend

Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss var haldið þann 18. maí síðastliðinn á Hótel Selfossi. Að venju var mikið um dýrðir en Katla María Magnúsdóttir og Einar Sverrisson voru útnefnd leikmenn ársins.

Hjá kvennaliðinu var Perla Ruth Albertsdóttir markadrottning með 157 mörk og hún var einnig útnefnd besti varnarmaðurinn. Tinna Sigurrós Traustadóttir var sóknarmaður ársins, Adela Eyrún Jóhannsdóttir efnilegasti leikmaðurinn og Hulda Dís Þrastardóttir hreppti baráttubikarinn.

Hjá karlaliðinu var Einar Sverrisson markakóngur með 80 mörk, Tryggvi Sigurberg Traustason var valinn sóknarmaður ársins og Hannes Höskuldsson varnarmaður ársins. Jason Dagur Þórisson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Jón Þórarinn Þorsteinsson fékk baráttubikarinn.

Liðsmenn ungmennaliðsins fögnuðu líka, þar var Valdimar Örn Ingvarsson valinn leikmaður ársins og Patrekur Þór Guðmundsson var markakóngur með 97 mörk.

Hjónin Kristín Gunnarsdóttir og Jón Bragi Ólafsson eru félagar ársins hjá handknattleiksdeildinni. Ljósmynd/Aðsend

Félagar ársins hjá handknattleiksdeildinni eru hjónin Kristín Gunnarsdóttir og Jón Bragi Ólafsson og voru þau heiðruð fyrir ómetanlegt sjálfboðaliðastarf í þágu deildarinnar.

Ellefu leikmenn og einn þjálfari fengu viðurkenningu fyrir leikjafjölda. Örn Þrastarson fékk viðurkenningu fyrir 300 leiki, Sverrir Pálsson fyrir 200 leiki og 100 leikja verðlaun fengu

Haukur Páll Hallgrímsson, Richard Sæþór Sigurðsson, Rakel Guðjónsdóttir, Tryggvi Sigurberg Traustason, Sölvi Svavarsson, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Vilius Rasimas, Arna Kristín Einarsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Jón Þórarinn Þorsteinsson.

Verðlaunahafar á lokahófi handknattleiksdeildar Selfoss. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinÓlafía Guðrún dúxaði með hæstu einkunn í sögu skólans
Næsta greinÚlfur Darri vann brons í London